Áshóll er sveitabær í Grýtubakkahreppi við austanverðan Eyjafjörð. Þar hefur verið stunduð kartöflurækt síðan árið 1953 af sömu ættinni.
Áhersla hefur verið lögð á vistvæna ræktun á matarkartöflum, einnig eru ræktaðar útsæðiskartöflur. Kartöfluafbrigðin eru Rauðar, Gullauga og Premier. Kartöflurnar eru seldar undir vöruheitinu Áshóll.
Rauðar Kartöflur
1kg og 2kg
Gullauga Kartöflur
1kg og 2kg
Premier Kartöflur
1kg og 2kg
Vissir þú að kartöflur eru fljótsoðnar í örbylgjuofni?
Áshóli • 601 Akureyri • S: 864 6460 • asholl@asholl.is